Láland

Þegar húsið að Lálandi 4 var rifið og byggt upp á nýtt var lítið eftir af garðinum sem stóð þar eitt sinn. Stórvirkar vinnuvélar og byggingakrani höfðu gert garðinn að, einhverju sem líktist vígvelli frekar en garði. Þegar Garðmenn komu á staðinn var ljóst að garðurinn þyrfti að vera unninn frá grunni. Úr varð að eina sem fékk að halda sér í garðinum var eitt tré. Annað var unnið frá grunni. Það er óhætt að segja að engu hafi verið til sparað þegar þessi garður var unninn. Notast var mikið við unnið náttúrugrjót frá Grásteini, pallaefnið var lagt úr pallaparketi frá Indus, matjurtarkassar og skjólgirðingin var smíðuð úr hágæða sedrusvið.


Grindin undir pallinn

Setbekkur með lausum toppi, svo hægt sé að geyma hluti í bekknum.

Lokafrágangur

 

Kosturinn við pallaparketið sem er úr harðvið er að engar skrúfur eða naglar sjást á yfirborðinu. Sérstakar smellur eru skrúfaðar undir pallinum sem halda viðinum á sínum stað.

 

 

Það sem gerir sedrusviðinn svo fallegan er hversu mjúkur hann er auk þess að vera laus við alla kvisti.

 

 

Sagað náttúrugrjót lagt óreglulega og múrað í fúgur fyrir framan inngang. Yfirborðið verður rennislétt og fallegt, óreglulegt munstur náttúrusteinsins brýtur skemmtilega upp hellulögnina.

Til að taka burt hæðarmun á lóð og götu er notaður fallegur brotinn kanntsteinn.