Hólmaþing 10

Þegar Garðmenn komu að Hólmaþingi 10 í maímánuði árið 2008, var byggingu hússins nýlokið og lóðin aðeins grófjöfnuð. Eigendur hússins höfðu haft góða reynslu af verkum Garðmanna í gegnum tíðina og létu verkið alfarið í hendur okkar. Jón Júlíus eigandi Garðmanna teiknaði upp og hannaði lóðina í samvinnu við eigendur, og var ákveðið að hafa lóðina í sem mestu samræmi við náttúruna í kring. Mikið var notast við holtagrjót í lóðinni,enda stendur húsið í holti og mikið holtagrjót í kring. Hönnuð var gullfiskatjörn í lóðina að ósk eigenda. Einnig má sjá brúsapall við framhlið hússins sem smíðaður var úr rekavið líkt og tíðkaðist á sveitabæjum fyrr á tímum, og með mikilli eftirgrennslan náðum við að finna mjólkurbrúsa til að fullkomna verkið.

Kópavogsbær veitti síðar um sumarið eigendum hússins viðurkenningu fyrir frágang húss og lóðar.


Hér má svo sjá verkið fullunnið.