Garðmenn ehf. er skrúðgarðyrkjufyrirtæki. Eigendur eru Jón Júlíus Elíasson skrúðgarðyrkumeistari og Elías Kári Guðmundsson skrúðgarðyrkjumeistari. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1989 og hefur umsvif þess vaxið jafnt og þétt.
Starfsmenn Garðmanna eru að jafnaði um 10 en umsvif eru nokkuð árstíðabundin.
Fyrirtækið sinnir alhliða garðyrkjustörfum s.s jarðvegsvinnu, hellulögnum, steinhleðslum, timburverki, gróðursetningu, trjáklippingum o.fl.
Stærstu verkefnin eru í nýframkvæmdum svo sem við leikskóla, skóla og sveitarfélög.
Garðmenn leggja áherslu á fagleg vinnubrögð, vandvirkni og skjóta þjónustu.